Stella Blómkvist -
Yfirlit:Ný íslensk leikin þáttaröð frá SagaFilm en í þáttunum er Ísland í blússandi góðæri og áhrif Kínverja á íslenskt efnahagslíf og stjórnmál eru mikil. Það er framið morð í Stjórnarráðinu og þar kemur Stella Blómkvist að málum. Byggt á bókunum um Stellu Blómkvist sem margir þekkja, en engin veit hver skrifar bækurnar. Stella er leikin af Heiðu Rún sem margir þekkja úr þáttunum Poldark. Við fylgjum eftir andhetjunni, tálkvendinu og lögfræðingnum Stellu Blómkvist, sem fetar sínar eigin slóðir. Í starfi sínu sem lögfræðingur vílar hún ekki fyrir sér að beita brögðum til að fá sínu framgengt og tekur að sér mál þar sem hún sér möguleika á að uppræta spillingu og glæpastarfsemi hjá einstaklingum í valdastöðum.
Athugasemd